Brennómót KFUM og KFUK fór fram síðasta sunnudag. um 40 börn tóku þátt í mótinu sem var stýrt og skipulagt af Ernu Harðardóttur en hún er margfaldur Brennómeistari Ölvers. Mótið fór fram í íþróttahúsi Seljaskóla og var hart barist um titilinn Brennómeistarar KFUM og KFUK Það var lið KFUM í Lindasókn sem sigraði mótið og fengu drengirnir gull medalíur í verðlaun en allir þátttakendur fengu súkkulaði, svala og viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna á mótinu.
Gaman verður að sjá hvort KFUM í Lindasókn geti varið titilinn að ári.