Um helgina verður farið í gegnum leiðtogaþrep eitt og tvö fyrir (aðstoðar)leiðtoga á aldrinum 15 – 17 ára. Það verður fjallað um leiðtogann og leiðtogahlutverkið hjá KFUM og KFUK, farið verður í marga skemmtilega leika og ýmis verkefni leyst á skemmtilegan hátt. Námskeiðið er tvískipt og er hugsað bæði fyrir þá sem áður hafa verið á leiðtogahelgi og þá sem aldrei hafa verið.

Skráningarfrestur er kl. 12.30 á fimmtudaginn 11. nóvember og kostar 7.000 kr., en. 4.500 kr. fyrir þá sem eru sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK. Skráning á helgina fer fram með því að senda tölvupóst á mig á
jonomar@kfum.is.
Öllum er velkomið að taka þátt í helginni þó allir séu ekki enn orðnir leiðtogar í KFUM og KFUK starfi en hefðu áhuga á því að vera með.

Brottför frá Holtavegi 28 kl. 17:30 föstudaginn 12. nóvember.
Heimkomutími á Holtaveg 28 kl. 12:30 sunnudaginn 14. nóvember.