Síðasta föstudag 12. nóvember ætluðu 27 aðstoðarleiðtoga og æskulýðssvið KFUM og KFUK upp í Ölver en það breyttist vegna óviðráðanlegra kringumstæðna þannig að ferðinni var heitið upp í Kaldársel. Um kvöldið var farið í skemmtilegan ævintýraratleik úti í náttúru Kaldársels og helgistund í framhaldi af leiknum. Á laugardeginum var farið í þrep I og II, þemahópa og svo frjáls tími inn á milli. Um kvöldið var kvöldvaka þar sem var dansað, sungið, leikið, trallað og helgistund. Stemningin var góð í hópnum og leið leiðtogunum vel í Kaldárseli.