Stelpurnar voru vaktar klukkan hálf níu og borðuðu þær morgunmat klukkan níu. Síðan var fánahylling og biblíulestur í umsjá forstöðukonu.  Í dag var boðið upp á skemmtilega dagskrá, hárgreiðslukeppni, brennókeppni og íþróttakeppni svo að yfir Ölveri sveif  mikill keppnisandi i dag. Það var yndislegt veður og seinnipartinn fóru allar stelpurnar í pottinn. Á kvöldvökunni léku stelpur úr Skógarveri leikrit og allar stelpurnar skemmtu sér konunglega.

Matseðill dagsins:

Morgunmatur: hafragrautur, súrmjólk eða morgunkorn

Hádegisverður: Steiktur fiskur, kartöflur og grænmeti

Kvöldmatur: Grjónagrautur og brauð

Kvöldhressing: ávextir

Stelpurnar borða allar vel, eru duglegar og kraftmiklar. Þetta er mjög skemmtilegar og hressar stelpur.

Með góðum kveðjum

Ragnhildur Ásgeirsdóttir, forstöðukona