Fimmti dagur flokksins rann upp, bjartur og fagur. Eftir morgunmat var biblíulestur og síðan brennókeppni. Eftir hádegið fórum við með hópinn í skemmtilega gönguferð að stóra steini og þar klifruðu  margar stelpurnar upp á steininn og höfðu gaman af. Eftir síðdegiskaffið þar sem var borðað úti í laut var farið í skemmtilegan leik þar sem foringjarnir földu sig úti í skógi og stelpurnar sendar út til að leita.Eftir kvöldmat var kvöldvaka og þá skemmtu okkur Lindaver og Fuglaver. Stelpurnar taka vel undir sönginn og söngurinn hljómar eins og flottur kór.

Ró var komin í skálann um ellefu leytið.

Matseðill dagsins:

Morgunmatur: hafragrautur, kornflögur og súrmjólk

Hádegisverður: Fiskur í ofni með hrísgjrónum og grænmeti

Síðdegiskaffi: skinkuhorn og vöfflur

Kvöldmatur: Ávaxtasúrmjólk og brauð

Kvöldhressing: Ávextir

 

Síðasti dagurinn rennur upp á morgun. Þá er veisludagur. Brennómeistarar flokksins keppa við foringjana, farið verður í ratleik og í heita pottinn. Viðurkenningar verða veittar og hátíðarkvöldverður borinn fram, sem er að sjálfsögðu pizzaJ   Kvöldvakan verður skemmtileg en þá bregða foringjarnir á leik og skemmta stelpunum með leikritum og söng.

Við, allt starfsfólk Ölvers viljum þakka fyrir skemmtilega samveru þessa daga í Ölveri. Stelpurnar hafa verið ótrúlega duglegar, jákvæðar og glaðar stelpur. Það hefur verið mikil ánægja að vera með þeim þessa dagana og við þökkum innilega fyrir samveruna. Guð blessi allar þessar yndislegu stelpur og allt það góða starf sem sumarbúðirnar Ölver standa fyrir.

Kær kveðja til ykkar allra

Ragnhildur Ásgeirsdóttir, forstöðukona.