Fyrsti dagurinn í Ölveri gekk ljómandi vel.  Við byrjuðum á að koma okkur fyrir í herbergjunum og síðan fengu þær súpu og brauð í hádegismat. Eftir matinn var farið í könnunarleiðangur um svæðið og farið í leiki, þar á meðal nafnaleiki svo þær myndu kynnast hvor annarri betur. Eftir kaffi þar sem alltaf er eitthvað nýbakað og gómsætt á boðstólnum fóru þær í brennó og íþróttir. Veðrið var dásamlegt og voru þær allar mikið úti. Í kvöldmat var steiktur fiskur. Um kvöldið sá Hlíðarver um að skemmta okkur með leikjum og leikritum og það var sungið og trallað. Stelpurnar voru fljótar að sofna enda flottar, duglegar og góðar stelpur hér á ferð ;O)

 

Erla Björg Káradóttir