Stelpurnar vöknuðu frekar syfjaðar í morgun, við leyfðum þeim að sofa klukkutíma lengur enda var farið mjög seint að sofa. Eftir kvöldmat í gær, sem var dýrindis fiskur, var haldin kvöldvaka en í framhaldi af henni fórum við i svokallaða Lífsgöngu. Stelpurnar voru teknar ein og ein í einu í smá andlegt ferðalag. Gangan var þess eðlis að þær fóru stöð frá stöð með bundið fyrir augun en héldu í band sem leiddi þær þangað sem þær áttu að fara. Þær máttu aldrei sleppa bandinu en það táknaði Guð. Þær lentu í alls kyns hremmingum og freistingum í leiðinni en komust allar í höfn eftir að engill vísaði þeim réttu leiðina heim. Allar enduðu þær svo á kaffihúsi þar sem þær gátu valið af matseðli, vöfflur, ávaxtasalat og drykki. Farið var seint að sofa eftir vel heppnaðan leik ;O)

Eftir smá útsof fóru þær á biblíulestur þar sem Lífsgangan og tákn hennar voru útskýrð frekar. Þá var haldið í úrslitakeppni í brennó og í ljós kom hverjir eru brennómeistarar Ölvers. Í dag er veisludagur, í kvöld verður boðið upp á veislukvöldverð og skemmtatriði í boði starfsfólks.

Nú eru stelpurnar að undibúa sig undir hárgreiðlsu-og förðunakeppni sem verður spennandi að fylgjast með!

Kær kveðja frá okkur