Það er flottur hópur sem er hér hjá okkur í Ölveri þessa vikuna, 13-15 ára hressar stelpur. Í gær þegar allir voru búnir að koma sér vel fyrir fórum við í smá leiðangur um svæðið og síðan í leiki þar sem markmiðið var að kynnast hver annarri betur. Eftir kaffi var farið í brennó og leiki. Í kvöldmatinn var steiktur fiskur og borðuðu þær mjög vel. Um kvöldvökuna sá eitt herbergið og skemmtu þær okkur með leikritum og leikjum. Eftir kvöldvökna þurftu stelpurnar að fara út og leita af bænakonunni sinni eftir ákveðnum vísbendingum. Eftir það var bíókvöd upp í sal, þar sem horft var á myndina Pitcs Perfect og borðað var popp.

Í dag vöktum við stelpurnar kl.9 og fóru þær í morgunmat og svo hylltu þær fánann eins og venjan er hér. Þá tók Biblúlestur við og lærðu þær m.a um mikilvægi þess að gera öðrum gott, að vera ljós í lífi annarra.
Nú eru þær að fara að snæða kjötbollur í hádegismat. Fleiri fréttir munu berast á morgun!