Nú eru þreyttar og glaðar stelpur að leggjast til svefns eftir viðburðarríkan dag.  Eftir hádegismat fórum við í skrúðgöngu og leiki áður en við komum heim til að gæða okkur á 17. júní fánaköku.  Eftir kaffi var svo ÖLVERS GOT TALENT og fóru stelpurnar á kostum með sirkusatriðum, dansi, söng og myndlist.  Eftir kaffi vorum við í skapandi starfi, þar sem við útbjuggum ,,hippaboli“, skreyttum ullarskrímsli, útbjuggum armbönd og máluðum steina.  Þetta var notaleg stund þar sem allar nutu sín.  Einhverjar fóru svo í pottinn meðan hinar léku sér inni og úti og létu rigninguna svo sannarlega ekki stoppa sig.  Fjörið var svo alls ekki búið því eftir skemmtilega kvöldvöku þar sem Hamraver og Lindaver skemmtu okkur slógum við upp náttfatapartý.  Í partýinu dönsuðum við, sungum, fórum á ljónaveiðar og horfðum á leikrit.  Þessar stelpur ykkar eru algjörir gullmolar, glaðar og kátar og heimþráin er mjög lítil í þessum flokki.  Við hlökkum til morgundagsins og þeirra ævintýra sem bíða okkar.

Góða nótt héðan úr Ölveri