Í morgun fengu steplurnar að sofa út, það var alveg ró í húsinu klukkan 10.00 í morgun svo það var morgunmatur klukkan 10.30.  Eftir morgunmat fóru stelpurnar að pakka niður áður en haldið var upp í sal á Biblíulestur. Í lok stundarinnar ruddust foringjarnir inn í salinn og skorðuðu á stelpurnar í brennó. Vinningsliði vikunnar tókst að sigra foringjana og að lokum fengu allar stelpurnar að spila við starfsfólkið sem hafði betur í þeim leik.  Nú sitja stepurnar og borða pylsur. Eftir hádegi verður farið í ratleik og svo endum við á lokastund og verðlaunaafhendingu klukkan 16 áður en við höldum heim. Áætluð heimkoma á Holtaveg 28 er klukkan 18.00.

Vikan í heild hefur verið viðburðarrík og skemmtileg og stelpurnar halda heim á leið glaðar eftir vikuna. Við þökkum fyrir samveruna og vonumst til að sjá stelpurnar aftur næsta sumar.