Dagurinn hjá okkur hefur verið mjög góður. Stelpurnar mættu í morgunmat kl.9 og fóru svo í tiltekt og á Biblíulestur. Þar lærðu þær m.a versið „Fel Drottni vegu þína og treystu honum, hann mun vel fyrir sjá“. Þá var haldið í brennó og síðan í hádegismat sem var grjónagrautur.

Eftir hádegi var svo hæfileikakeppni þar sem undarlegir dómarar komu í heimsókn og dæmdu atriðin og sýndu listir sínar. Í kaffinu voru ljúffengir kanelsnúðar og kaka og eftir það fóru þær út í íþróttahús í leiki og íþróttakeppni þar sem keppt var í köngulóarhlaupi og boltakasti.

Þá var haldið í pottinn fyrir kvöldmatinn en í kvöldmat var kjúklingaréttur og salat. Deginum lauk eins og alltaf á kvöldvöku þar sem Hamra-og Lindarver sáu um að skemmta.

Þær sofnuðu allar fljótt og vel eftir góðan dag.