Lau (6.7.19) Allar sofandi og hefðu viljað sofa lengur í morgun kl 9:30. Morgunmatur, fánahylling, taka til og biblíulestur. Á biblíulestirnum talaði ég um krossfestinguna. Svo var brennó. Öll lið kláruðu að spila við öll lið en eftir þá viðureign voru 2 lið jöfn að stigum. Eftir hádegismat (tómatsúpa með pasta og hvítlauskbrauði) var spilaður úrslitaleikur milli þeirra tveggja og liðið Trítlar báru sigur úr bítum. Mikil fagnaðarlæti. Eftir leikinn héldum við að það væri 17.júní. Við bjuggum til candyfloss, vorum með andlitsmálningu og hoppukastala. Svo kom veltibíllinn í heimsókn og fékk góðar viðtökur. Yndislegt veður allan daginn, sól og 15 stiga hiti. Við borðuðum því kaffið úti; karamellulengjur og kanilsnúðar. Eftir kaffi var svo Harry Potter leikur. Albus Dumbledore kom inní kvöldvökusal og útskýrði fyrir þeim leikinn. Svo réðust Voldemort og fullt af vitsugum inn með tilheyrandi öskrum. Mikil geðshræring en einhverjar sögðu „eins gott að það var svona leikur, hann er ástæðan fyrir því að ég kom“. Þær áttu að reyna að ná Hogwartsskóla-lestinni áður en hún færi án þess að verða fyrir barðinu á vitsugum eða Voldemort. Þær hlupu út í skóg til þess að reyna að finna Harry Potter, sem krotaði ör á ennið á þeim. Þegar þær voru komnar með ör, gátu þau fundið Hermione sem gaf þeim töfrasprota (teskeið). Þá gátu fengið miða í lestina hjá Sirius Black. Þá unnu þær leikinn og komust með í Hogwarts. Mikil læti – mikið gaman. Svo fóru sveittar stelpur í pottinn eða bara sturtu og gerðu sig svo fínar fyrir veislukvöldið. Í veislumatinn var pizza og svo rice crispies kökur í eftirrétt. Þá tók við veislukvöldvaka. Á henni leika foringjar í nokkrum leikritum, við sýndum þeim video sem var tekið upp af þeim í vikunni og sungum saman Ölverslagið 2019 (texti við ítalska Eurovision lagið). Svo fóru þær inná herbergi með bænakonunum sem spjölluðu, fóru í leiki og báðu bænir. Flestar sofnaðar rétt fyrir miðnætti. Það var soldið um lúsmý núna seinast heila daginn. Þær eru samt alls ekki jafn svæsnar að bíta og þær voru í byrjun sumars. Margar stelpur eitthvað bitnar, en engin útétin.