Þá er veisludagur senn á enda og þreyttar stelpur komnar upp í rúm.

Við sváfum út í morgun, borðuðum svo morgunmat og fórum á biblíulestur. Leynivinaleikurinn er í fullum gangi og stelpurnar duglegar að senda bréf og gera eitthvað fallegt fyrir leynivini sína. Í hádegismat voru fiskibollur, hrísgrjón og karrýsósa. Eftir hádegismat fóru stelpurnar svo í ratleik þar sem herbergin voru saman í liði. Í kaffitímanum voru veisluveitingar súkkulaðikaka og sætar bollur. Þá hófu stelpurnar að undirbúa sig fyrir veislukvöldið með því að fara í pottinn eða sturtu og svo í sparigallann. Í kvöldmat var pizza og rice crispies kökur í eftirrétt. Kvöldvakan var mjög skemmtileg þar sem foringjarnir sýndu leikrit sem stelpurnar höfðu gaman af.

Á morgun er svo heimfarardagur og áætlað er að rútan komi á Holtaveg 28 kl 16:00.

Þetta er búin að vera mjög skemmtileg og viðburðarík vika með skemmtilegum uppákomum.

Hafdís Maria, forstöðukona.