
Kaffisölu Ölvers aflýst
Kaffisölu Ölvers sem halda átti sunnudaginn 23. ágúst hefur verið aflýst vegna COVID 19. Þar sem þessi ákvörðun hefur í för með sér tekjutap fyrir sumarbúðirnar langar stjórn Ölvers að biðja velunnara staðarins að leggja starfinu lið með því að [...]
10.flokkur – dagur 4 og 5
Á furðufatadeginum í gær var keppt í Ölversleikunum eftir hádegismat. Meðal keppnisgreina var húllaþraut, cheerios-talningar, jötunfata, ljóðakeppni, sippkeppni, boðhlaup, kjötbollukast og þriggjastaðahlaup. Eftir kaffitímann var hæfileikakeppni og nammispurningakeppni (þar sem endaði með að allar stelpurnar fengu smá nammi). Eftir kvöldmatinn [...]
10.flokkur – Dagur 2-3
Mikið hefur drifið á daga okkar hér í Ölveri. Á miðvikudaginn var keppt í Top model þar sem herbergin fengu ákveðna hluti til að vinna með og nota fyrir módelið sitt. Síðan fengu módelin að ganga sýningarpallinn og sýna flottu [...]
Fyrsti dagurinn í 10.flokk í Ölveri
Í gær mættu 46 yndislegar stelpur í Ölver. Þeim var skipt niður í herbergi við komuna og fengu allar vinkonur að vera saman í herbergi eins og venjan er. Eftir að allar höfðu komið sér fyrir var pasta í hádegismat. [...]
9. flokkur – Dagur 3-4
Veisludagurinn var heldur betur skemmtilegur. Stelpurnar fengu að sofa pínu lengur en daginn áður til að jafna sig eftir náttfatapartýið og svo hófst bara hefðbundin morgundagskrá, þ.e. morgunmatur, fánahylling, tiltekt, morgunstund og brennókeppni. Á morgunstundinni fengu stelpurnar að heyra söguna [...]
9. flokkur – Dagur 2
Gærdagurinn var alveg frábær! Eftir að stelpurnar höfðu allar tekið til í herbergjunum sínum og gert hreint og fínt fyrir stjörnugjöf var haldin morgunstund. Á morgunstundinni lærðu þær um það hvernig allir eiga skilið sömu virðingu og að framkoma okkar [...]
9. flokkur – Dagur 1
Í gær komu hingað í Ölver 48 hressar stelpur til að dvelja hér í nokkra daga. Ölver tók á móti þeim í sínu besta formi með sól og blíðu í stíl við stelpurnar sem virtust allar í sólskinsskapi og til [...]
8. Flokkur – Dagur 6
Stelpurnar vöknuðu um kl. 9:30 morgun. Morguninn var til að byrja með frekar hefðbundinn, við byrjuðum á morgunmat, fánahyllingu og tiltekt en þegar kom að morgunstund fóru hlutirnir að ruglast eitthvað aðeins. Í fyrsta lagi var morgunstundin haldinn í matsalnum [...]
8. Flokkur – dagur 5
Stelpurnar voru vaktar með jólatónlist í morgun (kl. 09:30) og allir kallaðir beint inn í matsal. Matsalurinn tók á móti þeim í jólaskrúða, jólatré, jólaljós og jólastemning eins og hún gerist best. Morguninn var því með mjög óhefðbundnu sniði en [...]
8. Flokkur – Dagur 4
Stelpurnar fengu að sofa örlítið lengur í dag og voru vaktar kl. 10:00 í morgun. Morguninn var með nokkuð hefðbundnu sniði líkt og síðustu daga. Byrjuðum á að fá okkur smá næringu, fórum svo út í fánahyllingu, tókum til í [...]
8. Flokkur – Dagur 3
Stelpurnar vöknuðu hressar og kátar kl. 09:00 í morgun og töluðu um að þær hefðu sofið vel. Morguninn var með hefðbundnu sniði líkt og í gær. Byrjuðum á að fá okkur smá næringu, fórum svo út í fánahyllingu, tókum til [...]
8. Flokkur – Dagur 2
Stelpurnar vöknuðu hressar og kátar kl. 09:00 í morgun og sváfu nokkuð vel þrátt fyrir mikla spennu, nýtt umhverfi og vera svona margar saman í herbergi. Morguninn var með hefðbundnu sniði. Byrjuðum á að fá okkur smá næringu, fórum svo [...]