Sveinusjóður var stofnaður til heiðurs Sveinbjargar Heiðrúnar Arnmundardóttur, Ölverskonu. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna byggingu á nýjum íþróttaskála í Ölveri.

Sveina gegndi lykilhlutverki í uppbyggingu sumarbúðanna í Ölveri og var viðriðin sumarbúðirnar í tæp 70 ár, allt frá stofnun þeirra, og minnist stjórn Ölvers hennar með djúpu þakklæti. Sveina var hamhleypa til verka, hún var ráðdeildarsöm og hagsýn, full hugsjónar fyrir æsku landsins. Hún starfaði við hundruði dvalarflokka í Ölveri, sat í stjórn sumarbúðanna í tugi ára og bað heitt og innilega til lausnara síns fyrir framgangi sumarbúðanna og velferð allra þeirra sem þangað komu.

Vilt þú taka þátt í uppbyggingu Ölvers með framlagi í Sveinusjóð?

Rn: 701-05-302000
kt. 420369-6119

Mikil stemning var fyrir Glitnismaraþoninu hjá Ölveri í fyrra

Hlaupastyrkur – Sveinusjóður