Sveinusjóður

Sveinusjóður var stofnaður til heiðurs Sveinbjargar Heiðrúnar Arnmundardóttur, Ölverskonu. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna byggingu á nýju fjölnota húsi í Ölveri.

Sveina gegndi lykilhlutverki í uppbyggingu sumarbúðanna í Ölveri og var viðriðin sumarbúðirnar í tæp 70 ár, allt frá stofnun þeirra, og minnist stjórn Ölvers hennar með djúpu þakklæti. Sveina var hamhleypa til verka, hún var ráðdeildarsöm og hagsýn, full hugsjónar fyrir æsku landsins. Hún starfaði við hundruði dvalarflokka í Ölveri, sat í stjórn sumarbúðanna í tugi ára og bað heitt og innilega til lausnara síns fyrir framgangi sumarbúðanna og velferð allra þeirra sem þangað komu.

Við vitum að hver króna í Sveinusjóð margfaldast. Þar sem allt starf Ölvers er drifið áfram að hugsjóna og sjálfboðavinnu, en nú er Ölver einnig orðið formlegt og samþykkt almannaheillafélag 😊. En ný lagasetning um Almannaheillafélög sem Alþingi hefur samþykkt veita öllum þeim sem styðja Ölver sumarbúðir um 10.000 krónur eða meira á ári skattaendurgreiðslu. Ef þú gefur þannig 10.000 krónur nú í desember færðu endurgreiddar í júní á næsta ári á bilinu 3145 til 4625 krónur eftir því hvaða skattþrepi þú tilheyrir.

Einstaklingar mega gefa allt að 350.000 krónur á ári og hjóna 700.000 krónur á ári og fá endurgreiðslu þannig allt að 161.875 krónum einstaklingar og hjón 323.750 krónum á ári.

Vilt þú taka þátt í uppbyggingu Ölvers með framlagi í Sveinusjóð?

  • Reikningsnúmer 552-14-11000
  • Kennitala 540580-0149