Fyrsti dagurinn var mjög skemmtilegur og flokkurinn fór vel af stað.

Eftir að við komum á staðinn var stelpunum raðað í herbergi og allar fengu að vera með sínum vinkonum. Stelpurnar eru fljótar að kynnast og hópurinn að hristast saman. Í hádegismat var ávaxtasúrmjólk og brauð. Eftir hádegismat héldum við niður að á þar sem við fórum í nafnaleiki og vöðuðum aðeins í ánni. Eftir kaffi fóru stelpurnar í leikinn stradigo og allir skemmtu sér vel. Í kvöldmatinn var pasta og eftir það var kvöldvaka með söngvum og leikjum. Frjáls spilatími var eftir kvöldvökuna og að lokum fóru stelpurnar í léttan leik til þess að komast að því hver væri bænakonan þeirra. Dagurinn endaði svo inni á herbergi þar sem bænakonurnar enda daginn með stelpunum.

Þetta var góður dagur og veðrið dásamlegt hér í Ölveri.

-Hafdís Maria, forstöðukona