Sólin sýndi sínar bestu hliðar í dag og glampaði á okkur.

Morguninn var fremur hefbundin með morgunmat, fánahyllingu, biblíulestri og brennó. Í hádegismat var dýrindis lasagne og maturinn rann ljúflega niður. Eftir hádegismat var í boði að fara í fjallgöngu eða vera eftir á svæðinu og fara í leiki úti. Göngugarparnir nýttu tímann vel og gengu upp á fjall og meðfram ánni til baka. Stelpurnar sem eftir voru fóru í marga skemmtilega leiki og enduðu svo á að fara í klukkutíma langan skotbolta. Eftir kaffi var hárgreiðslu og hönnunar keppni og allar greiðslurnar mjög frumlegar og flottar, enda stelpurnar hér mjög hugmyndaríkar. Í kvöldmat var skyr og sem eldhússtarfsfólkið lagði sig allt fram í að gera framsetninguna mjög flotta og girnilega. Stelpurnar skemmtu sér mjög vel á kvöldvöku þar sem skemmtiatriðin voru í boði Hlíða- og Hamravers. Þegar kvöldvökunni var alveg að ljúka ruddust inn persónur úr Hungurleikunum og útskýrðu leik sem var við það að hefjast. Stelpurnar skemmtu sér konunglega í honum og hlupu út um allan skóg.

Þetta var viðburðaríkur og skemmtilegur dagur og stelpurnar fara sáttar og þreyttar upp úr rúm.

-Hafdís Maria, forstöðukona.