Í gær komu um 40 hressar stelpur hingað í Ölver. Margar þaulreyndar og vanar Ölversstelpur. Flokkurinn fór af stað með hefðbundnum hætti þar sem stelpunum var raðað niður í herbergi og vinkonur voru að sjálfsögðu saman. Í hádegismatinn var ávaxtasúrmjólk og brauð. Eftir hádegi var farið í íþróttahúsið í nokkra hópeflisleiki þar sem stelpurnar skemmtu sér vel. Veðrið var ekki í besta lagi þar sem það rigndi mikið og var heldur hvasst. Mikil spenna var yfir leik Íslands og Frakklands á EM og söfnuðust margir saman upp í sal til þess að horfa á leikinn og svekkelsið því að sjálfsögðu mikið þegar Frakkland skoraði úr víti í lok leiksins. Kvöldmaturinn var því með óhefðbundnum hætti í hálfleik þar sem stelpurnar fengu leyfi til þess að fara fyrr þegar leikurinn hófst á ný. Lindaver og Hamraver voru með atriði á kvöldvöku og allir nutu sín yfir skemmtiatriðum og söng.
Stelpurnar voru mjög forvitnar yfir því hvaða foringi yrði bænakonan þeirra og voru þeir sendar út í rigninguna til þess að leita af þeim eftir kvöldvöku. Stelpurnar voru hins vegar fljótlega kallaðar inn þegar kom í ljós að foringjarnir hefðu ekki farið út að fela sig heldur biðu þeirra í herbergjunum.
Það er margt skemmtilegt sem bíður okkar í dag og allir vel endurnærðir eftir nóttina.

Hafdís Maria