Gærdagurinn var fullur af skemmtilegum uppákomum. Eftir hádegismat var boðið uppá stöðvar svo að hver gæti gert eitthvað við sitt hæfi. Stöðvarnar voru stuttmyndagerð, kókoskúlugerð og skrúbbagerð. Skrúbbarnir voru búnir til úr ýmsum hráefnum úr eldhúsinu eftir uppskrift sem einn foringjanna fann á netinu. Þetta vakti mikla lukku og fengu allar að prófa skrúbbana síðar um daginn þegar farið var í pottinn og sturtu. Einnig var boðið upp á kókoskúlurnar sem einn hópurinn gerði um kvöldið yfir bíómynd. En eftir kvöldvöku var stelpunum komið á óvart með bíókvöldi. Stuttmyndin sem einn hópurinn vann að er ekki alveg tilbúin en stefnt verður á að sýna myndina seinna í vikunni. Eins og fram hefur komið fengu stelpurnar að fara í heita pottinn en einnig var mikið um útileiki, brennó, vinbandagerð og margt fleira.
Í hádegismat var boðið upp á dýrindis fiskrétt og í kvöldmat var kakósúpa.
Í dag er svo stefnt á að fara í gönguferð og nýta góðaveðrið.
Kveðja
Hafdís Maria