Í gær var svo gott veður að við ákváðum að skella okkur niður að á. Stelpurnar voru mjög spenntar fyrir því og margar sem fóru í sundföt og léku sér í læknum. Eftir kaffi var svo hárgreiðslukeppni sem endaði á tískusýningu. Mikið var um flottar hárgreiðslur og greinilegt að hugmyndarflugið er mikið hjá þessum stelpum. Kvöldvaka dagsins var ekki af verri endanum og endaði hún á því að stuttmyndin sem einn hópurinn gerði daginn áður var sýnd. Að henni lokinni kom karakter úr Pokemon sem kynnti leik fyrir stelpunum. Víðsvegar um svæðið höfðu foringjarnir falið sig dulbúnir sem Pokemonar. Stelpurnar skemmtu sér vel við að þjálfa sinn Pokemon fyrir bardaga og voru þær einnig duglegar að hvetja og styðja sinn Pokemon. Það voru því þreyttar en glaðar stelpur sem lögðust á koddana í gær.

 

Kveðja,

Hafdís Maria