Í morgun fengu stelpurnar að sofa aðeins lengur en venjulega þar sem dagurinn endaði með miklu stuði í náttfatapartýi. Það var þó ekki það eina skemmtilega á dagskránni í gær. Stelpurnar fóru í göngutúr þar sem einnig var farið í leiki. Eftir kaffi voru tveir foringjar með zúmbatíma uppi í kvöldvökusal og fékk það góðar undirtektir. Eftir zúmbatímann fóru þær sem vildu í heita pottinn, annars fóru allir í sturtu. Á kvöldvöku var svo blásið til hæfileikakeppni sem endaði svo á stórskemmtilegu náttfatapartýi með leikjum, skemmtiatriðum og ís.
Í dag er svo veisludagur sem endar á veislukvöldvöku.

Kveðja
Hafdís Maria