föstudagur – 14. júlí

Stelpurnar okkar fengu að sofa út í morgun. Við vorum með hótel morgunmat, morgunmaturinn var opinn milli 10:00 -11:00. Þær sem enn þá voru sofandi voru svo vaktar kl. 10:30 og allir fóru í mat. Það vildi sko enginn missa af morgunmatnum því boðið var upp á egg og beikon. Úr því að þær vöknuðu smá seint var aðeins röskun á dagskrá. Brennó var því eftir hádegismat og boðið var að horfa á bíómynd á sal eftir það.

Eftir rólegan morgun fannst okkur tilvalið að viðra stelpurnar aðeins. Því skelltum við okkur í smá göngu. Við gengum að svokallaðri fiskibollu. Það er smá spölur að henni en svo er valkvætt að labba upp að henni. Bollan er hnullungur í fjallshlíðinni sem hét upphaflega kjötbollan. Einn daginn komum við að henni og búið var að mála hana. Eftir það festist nýja nafnið.

Við starfsfólkið vorum búin að heyra það út frá okkur að þeim þætti ekki nógu mikið um hasar í vikunni. Við auglýstum þá að þær þyrftu að mæta í hettupeysu á kvöldvöku. Fyrir þær sem hafa komið áður kviknuðu viðvörunarbjöllur um að við værum að byrja ævintýragang. Hins vegar byrjaði myndband að spilast svo þær héldu að við ætluðum að gera aðra tilraun til ævintýraleiks. Við smöluðum þeim saman inn i bústað. Þá stökk foringi fram í baðslopp með maska og spurði þær hvort þær vildu koma í spa? Þá var boðið upp á að fara í pottinn, perlur og fléttur og te og spjall.

Þær fóru svo slakar og glaðar í háttinn.

Ölverskveður,
Kristrún Guðmunds. forstöðukona

Matseðill
morgunmatur: egg og beikon
hádegi: Tómatsúpa og nachos
kaffi: kanilsnúðar og smurtbrauð
kvöldmatur: Fiskibollur, hrísgrjón og karrýsósa

 

 

 

 

 

 

 

Matseðill
morgunmatur: morgunkorn, hafragrautur og súrmjólk
hádegi: hamborgarar og franskar
kaffi: sjónvarpskaka, rice krispies og pizzasnúðar
kvöldmatur: pastasalat