Stuðboltarnir okkar komu skoppandi beint inn í morgunmat. Í morgunmat var boðið upp a hafragraut, cheerios, kornflex og súrmjólk. Eftir það var okkur ekki til setunnar boðið og við skelltum okkur á morgunstund. Hún var að mestu eins og í gær. Við sungum og trölluðum og heyrðum söguna um miskunnsama samverjann. Ég fékk nokkra sjálfboðaliða til að leika söguna og þau stóðu og eins og hetjur.

Til þess að hvetja krakkanna til að stíga aðeins út fyrir þægindarammann og kynnast hvert öðru betur fórum við í skemmtilegan leik í matsalnum. Leikurinn virkar þannig að stólum er raðað í hring og allir nema einn sitja í hring og einn stendur í miðjunni. Leikmaðurinn í miðjunni þarf að segja staðreynd um sig. Eins og: ég á eldra systkini. Þá eiga allir þeir sem eiga eldra systkini að standa á fætur og finna nýtt sæti. Eftir hverja umferð er alltaf einn í miðjunni sem segir þá nýja staðreynd. Þessi leikur heppnaðist mjög vel og allir tóku mikið og vel þátt.

Í hádegismat voru fiskibollur, kartöflubátar, karrýsósa og salat.

Næsti dagskrárliður var stutt gönguferð að Hafnará. Það var lítið í ánni svo krakkarnir fóru margir hverjir að busla og vaða í ánni. Hægt er að skoða myndir úr gönguferðinni hér. Þegar flestir voru búnir að busla nóg héldum við aftur upp í Ölver. Þar var í boði að fara í heita pottinn eða fara út að leika.

Við borðuðum kaffimatinn inni í dag en boðið var upp á súkkulaðiköku og pizzasnúða. Þau fóru því upp í rútu södd og glöð eftir smá lokastund.

Ölverskveðjur,

Kristrún Guðmunds, forstöðukona