Morguninn var eins og fyrri daginn. Sagan sem þau léku var sagan um Sakkeus. Morgunstundin var í styttri kanntinum af því að á dagskránni voru stöðvar. Við vorum með fjórar stöðvar sem allir fóru á. Stöð 1 var í Biblíusalnum og þar var dansstund. Stöð 2 var úti í íþróttahúsi. Þar var á boðstólum málning. Annað hvort að mála leirinn sem þau höfðu mótað eða gera listaverk á karton. Stöð 3 var niðri á fótboltavelli þar sem þar voru leikir. Stöð 4 var inn í matsal og var líklega vinsælust, brjóstsykursgerð. Krakkarnir voru u.þ.b. 20-25 mín á hverri stöð og skiptu svo. Í hádegismat var svo grjónagrautur ásamt smurðu brauði.

Eftir hádegismat fengu þau smá stund til þess að undirbúa og æfa atriðin fyrir hæfileikasýninguna. Á hæfileikasýninguna komu þrír ákaflega frægir gestir. Það voru fatahönnuðurinn Hinrik Lúðvík, dansarinn Miami Tenerife og hraðlabbarinn Kári. Sumir krakkar bentu á að þessir frægu einstaklingar væru merkilega líkir forngjunum… Það voru mörg skemmtileg og fjölbreytt atriði á sýningunni. Þ.á.m. töfrabrögð, dansatriði, söngur, píanóleikur, gítarleikur, leikrit og hundalátbragð. Það þarf mikið hugrekki til þess að sýna öðrum hæfileika sína og stóðu þau sig öll mjög vel. Áhorfendurnir voru einnig til fyrirmyndar.

Í kaffinu voru skinkuhorn og kanilsnúðar sem við borðuðum fyrir lokastund áður en við kvöddum í næst síðasta skipti.

Ölverskveðjur,

Kristrún forstöðukona