Í gær var fjörið í hámarki hér í Ölveri. Við áttum saman kósý morgun og hafragrauturinn var í miklu uppáhaldi í morgunmatnum fyrir fánahillingu. Stúlkurnar lærðu um Biblíuna, og uppbyggingu og hlutverk hennar í okkar lífi. Í hádegismat voru kjúklingaleggir, kartöflur og salat og haldið svo var haldið í ævintýralegan Tuskuleik. Þar þurfa stúlkurnar að finna fimm stöðvar um svæðið og leysa þraut á hverri stöð en ekki má hafa hægan á því þá koma tuskurnar hlaupandi úr skóginum og klukka þær. Kaffið var vel þegið eftir allan hlaupaganginn og gæddu þær sér á skinkuhornum og smákökum. Hæfileikakeppni tók síðan við þar sem þær stúlkur sem vildu, fengu sviðið og fullan stuðning hópsins við flott og frumleg atriði. Eftir svoliítinn frjálsan tíma var tómatsúpa og tortillur í kvöldmatinn. Á kvöldvökunni fór eitt herbergi með frumsamið leikrit ásamt skemmtilegum leik, en þess á milli var mikið sungið. Stúlkurnar fengu sér síðan kvöldkaffi og ætluðu í háttinn þegar foringjarnir hlaupa um ganginn og tilkynna náttfatapartý! Þetta var æðislegt kvöld, fullt af dansi sem endaði svo með foringja leikriti og sögutíma með íspinna.