Í gær vöknuðu stúlkurnar við tónlist og fjör á ganginum. Þær dönsuðu sig inn í matsal og borðuðu vel. Eftir tiltekt hittumst við í salnum og sungum og hoppuðum á biblíulestri. Þar horfðum við á vídjó sem segir okkur dæmisögu um talentur, og leiddi þetta okkur í umfjöllun um hæfileika okkar, að allar höfum við hæfileika og er það okkar val hvernig við nýtum þá. Stúlkurnar fengu kornflex kjúkling í hæadegismat og héldum við síðan Ölversleika! Þar var keppt í allskyns skemmtilegu: stígvélasparki, sippi, seríósgíski, lautarhlaupi, spurningum, orða rugli og bjuggu þær til eina furðuveru í sínum herbergishópum. Kaffistundin var vel þegin og boðið var upp á pizzasnúð og kryddbrauð. Í sólinni fengu allar stúlkurnar að fara í heita pottinn og fléttu stuð á pallinum við pottinn. Það var svo gaman að sjá öll þessi bros hlaupandi um í sólinni. Í kvöldmatinn var grillaður hamborgari og franskar og héldum við síðan síðustu hefðbundnu kvöldvöku vikunnar því nú er bara veislu kvöldvakan eftir. Kvöldið endaði svo vel í leik um Undraland. Stúlkurnar hlupu um skóginn til að finna Lísu í Undralandi, hattarann, hvítu kanínuna, en pössuðu sig að forðast hjarta drottninguna og spilin sem leyndust hér og þar. Við fórum svo allar úti þreyttar að sofa eftir ævintýraleikinn.