Fimmtudagur, 18. júlí 2024

Þær vöknuðu klukkan níu við tónlist sem hljómaði um húsið og héldu svo í morgunmat. Fánahylling var á sínum stað. Eftir hana fóru stelpurnar að taka til í herbergjunum sínum. Morgunstundin var skemmtileg þar sem stelpurnar sungu og heyrðu sögu. Að lokinni hennnar fóru stelpurnar í brennó úti á íþróttavelli þar sem liðin kepptu sín á milli.

Í hádeigismat var boðið upp á fiskibollur með karrísósu sem sló í gegn. Eftir hádeigismat voru gerðir tie dye bolir og búin til perlu armbönd sem öllum fannst mjög gaman.

Kaffið var haldið úti í sólinni og fengu stelpurnar jógúrtköku, skinkuhorn og djús. Stuttu eftir kaffið byrjaði að rigna og voru margar stelpur sem nutu sín í botn að dansa úti í rigningunni.

Haldin var hæfileikasýning þar sem góður hópur af stelpum sýndu hæfileika sína og nokkrar sýndu í nokkrum atriðum. Sýiningin heppnaðis mjög vel og það var gaman að sjá fjölbreytta hæfileika hjá stelpunum.

Í hádeigsmat var kornflakes kjúklingur með kartöflubátum. Eftir kvöldmat var svo kvöldvaka þar sem Lindaver sá um skemmtilegan leik og sýndu leikrit sem þær höfðu æft fyrr um daginn. Sungið var saman og sögð var hugleiðing. Í lok kvöldvöku komu inn tveir foringjar í náttfötum og voru með stutt leikrit sem endaði með þeirri tilkynningu að það væri bíókvöld. Allar stelpurnar fóru þá í náttföt og settar voru dýnur á gólfið. Horft var á bíómyndina Parent trap sem vakti mikla lukku. Þær fengu popp og epli meðan þær horfðu á myndina.

Stelpurnar fóru svo að sofa eftir skemmtilegan og viðburðaríkan dag.

 

Bestu kveðjur frá forstöðukonum flokksins,

Salóme og Andrea Rut