Fimmti dagurinn hér í Ölveri byrjaði að vana á morgunmat, fánahyllingu, tiltekt, biblíulestri og brennó.

Í hádegismatinn var snitsel með kartöflumús og brúnni sósu. Þær borðuðu vel og drukku.

Eftir hádegismat fóru þær í gönguferð. Þær voru ekkert sérlega spenntar í fyrstu en svo höfðu þær allar mjög gott og af því að fara út og margar fóru að stórum steini í fjallinu hérna og þótti þeim það mjög gaman. Svo fóru þær í skemmtilega hópleiki úti.

Í kaffitímanum var boðið upp á geggjaða kanilsnúða og kryddbrauð sem féll vel í kramið.

Eftir kaffitímann var hæfileikakeppni, margar komu fram með ýmsa hæfileika og VÁ! hvað stelpurnar ykkar búa yfir mögnuðum hæfileikum!

Í kvöldmatinn voru tortillas með hakki og meðlæti. Þær borðuðu mjög vel af því.

Á kvöldvökunni voru svo síðustu tvö herbergin með geggjuð atriði og leiki.

Eftir kvöldvökuna var svo kósý bíókvöld, stelpurnar horfðu á “13 Going on 30” sem þær voru mjög ánægðar með! Svo fengu þær að gæða sér á brjóstsykrunum sem þær voru búnar að gera sér og fengu líka popp.

Eftir bíókvöldið var svolítill galsi í okkar konum, en það var komin ró á húsið um miðnætti og langflestar sofnaðar um 00:30.

Minni á símatíma á milli 18-19 og það koma inn myndir á hverjum degi;)

Bestu kveðjur úr Ölveri,

Kristrún Lilja- forstöðukona