Dagurinn var skemmtilegur og ærslafullur.
Það voru þreyttar stelpur sem voru vaktar í morgun en ekki tók langan tíma að ná í hressleikan og gleðina. Á biblíulestri komum við okkur í gang og dönsuðum við skemmtilegt lag. Brennó keppnin hélt áfram og henni lokinni var hádeigismatur í honum var dýrindis ofnbakaðu fiskur.
Eftir hádegismat voru svokallaðir Ölversleikar en þar áttu stelpurnar að búa til sitt eigið land með fána, búningum og hvatningarópi. Liðin kepptu svo í hinum ýmsu íþróttagreinum eins og rúsínuspýtingar og jötunfötu. Í kaffinu fengu stelpurnar jógúrtköku og kanillengju sem þær rendu niður með jarðaberjadjús.
Eftir kaffi var hæfileikakeppni þar sem systurnar Vilhelmína og Jensína voru kynnar og stelpurnar sýndu ýmsa hæfileika. Í kvöldmatinn var mexíkósk kjúklingasúpa með öllu tilheyrandi.
Lindarver og Fjallaver voru með leiki á kvöldvökunni og allir skemmtu sér konunglega.
Þegar stelpurnar voru komnar í háttinn var skyndilega blásið í lúðurinn því það var náttfatapartý. Það var mikið dansað, farið á ljónaveiðar og dularfullur ananas kom og stal ísnum. En stelpurnar fóru eftir slóð sem hann hafði skilið eftir og fundu ísinn á ný. Dagurinn endaði svo á lofgjörðarstund þar sem hluti af starfsfólkinu spilaði undir. Stelpurnar voru fljótar að sofna eftir langan dag.
-Hafdís Maria