Veisludagurinn hófst á útsofi og biblíulestri. Í hádegismatinn voru kjúklingaleggir og kartöflur. Eftir hádegismat voru foringjarnir búnir að skipuleggja ratleik þar sem 30 stöðvar voru víðsvegar um svæðið með allskyns skemmtilegum stöðvum. Brennóliðin voru saman í liði í ratleiknum og gekk það vel því stelpurnar eru allar orðnar miklar vinkonur. Þetta er mjög skemmtilegur hópur og stemningin góð. Í kaffitímanum fengu stelpurnar tebollur og möndluköku. Eftir kaffi var pottur og dekurstund fyrir veislukvöldið.
Veislukvöldverðurinn var pizza og sérstök veitingahúsastemning. Meðan foringjarnir borðuðu héldu stelpurnar uppi fjörinu og sungu og dönsuðu. Veislukvöldvakan var í boði foringjanna og allir skemmtu sér vel. Í kvödkaffi fengu þær súkkulaðimús sem Jóhanna ráðskona hafði búið til fyrir þær. Þegar þær voru svo komnar upp í rúm voru þær reknar í matsalinn og fóru svo í göngu um svæðið og enduðu í ráðskonubústaðinum þar hittu þær ananasinn enn einu sinni og voru nokkrar svolítið smeykar en flestum fannst þetta fyndið.
Þegar þær voru komnar upp í rúm aftur sungu foringjarnir fyrir þær þangað til þær sofnuðu.
Á morgun er svo heimferðardagur og rútan kemur á Holtaveg 28 kl. 16:00. Þær sem verða sóttar upp í Ölver þarf að sækja fyrir kl. 15.
kv. Hafdís Maria, forstöðukona.