Stjórn Ölvers, sumarbúða KFUM og KFUK, harmar atvik sem upp kom í ferðalagi í Grundaskóla á Akranesi í gærkvöldi. Það er mikil Guðsmildi að ekkert barnanna slasaðist alvarlega. Lögreglan kannar nú tildrög slyssins.
Stjórn sumarbúðanna hefur ávallt kappkostað að fylgja öllum öryggiskröfum og lagt áherslu á að framfylgja þeim athugasemdum sem fram hafa komið í góðu samráði við eftirlitsyfirvöld. Hefur stjórnin þegar óskað eftir úttekt Vinnueftirlitsins á aðbúnaði sumarbúðanna til að ganga úr skugga um að öll börn njóti fyllsta öryggis í sumarbúðum KFUM og KFUK.
Virðingarfyllst,
Gyða Karlsdóttir,
Framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi