Frábær aðsókn hefur verið í ævintýraflokkanna sem boðið er uppá á Vindáshlíð og Ölveri og eru allir fimm ævintýraflokkarnir uppbókaðir. Til að mæta eftirspurn hefur stjórn Ölvers ákveðið að gera breytingar á flokkaskrá Ölvers og gera fyrsta flokk sumarsins 5.-9. júní að sannkölluðum Ævintýraflokki fyrir stúlkur 10-12 ára.
Forstöðukona í flokknum verður Erla Björg Káradóttir kennari og söngkona. Skráning í flokkinn fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK frá 9-17 í s. 588 8899