Loksins loksins!
Við erum komnar með tæknimálin á hreint.
Fyrstu dagarnir hafa gengið ljómandi vel. Hópurinn samanstendur af mjög hressum og kraftmiklum stelpum. Búið er að fara í gönguferð að stóra steini, haldin var hárgreiðslukeppni og stelpurnar fundu kjúkling og Mínu mús út í skógi. Veðrið hefur verið milt og gott og stelpurnar duglegar að leika sér úti.
Meðfylgjandi er tengill inná myndasíðuna.
Myndir frá deginum í dag eru svo væntanlegar á netið seinna í kvöld.