Stelpurnar vöknuðu snemma og voru mjög spenntar að hefja daginn. Þær fengu morgunmat rétt fyrir klukkan níu. Eftir morgunmat var fánahylling og síðan Bilíulestur þar sem þær fengu að heyra um upphaf félagsins KFUM og KFUK, markmið félagsins og í framhaldi af því kynningu á bókum Biblíunnar. Þær fengu að fletta upp í Nýja testamentinu og læra minnisversið ,,Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum „. Eftir Biblíulesturinn hófst síðan brennókeppni Ölvers.

Í hádegismat var steiktur fiskur og borðuð stelpurnar mikið. Eftir hádegismatinn var farið í fjallgöngu þar sem þær völdu fallegan stein handa skessunni í fjallinu og fengu síðan að velja sér stein úr fjallinu til að taka með sér heim. Eftir göngutúrinn var kaffitími og síðan var íþróttakeppni og útifjör. Stelpurnar fengu að fara í heita pottinn og leikherbergið, Lindaver, undirbjó kvöldvökuna. Kvöldmatur var klukkan 18:30 og á matseðlinum var kjöthakk og spaghetti. Stelpurnar borðuðu ákaflega vel og tjáðu sig um hvað maturinn væri góður. Kvöldvakan hófst síðan klukkan átta. Alla foringi endaði kvöldið með hugleiðingu um þakklæti og hve mikilvægt það er fyrir okkur öll að muna eftir því að þakka Guði fyrir gjafir hans. Ró var komin í skálann fyrir miðnætti. Fallegur, bjartur dagur að kveldi kominn. Þökkum Guði fyrir varðveislu hans.
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, forstöðukona

myndirnar frá fyrstu 2 dögunum eru komnar á netið