Í dag er sunnudagur, 6 dagur flokksins. Stelpurnar fengu að sofa út. Veðrið var frekar milt og um 13 stiga hiti.
Í morgunmat var coca puffs og í hádegismat var nautagúllas með kartöflumús og grænmeti. Eftir matinn var skipt upp í hópa, hver stelpa valdi þann hóp sem hún hafði áhuga fyrir. Það var sönghópur, leikhópur, danshópur, skreytinga-, bæna- og surprise hópur en þar voru búnar til rice crispies kökur. Eftir kaffitímann var farið í göngutúr niður að á og fengu stelpurnar fengu að busla í ísköldu vatninu. Í kvöldmatinn var kakósúpa og margar voru mjög ánægðar með það. Þær borðuðu vel og fannst súpan góð. Reyndar hafa þær hrósað matnum ákaflega mikið og ráðskonan er að vonum ánægð með hvað þær eru duglegar að borða og hvað þeim finnst allt gott. Útiveran eykur listina.
Kvöldvakan var með breyttu sniði. Við settum upp helgistund þar sem hóparnir sýndu afrakstur vinnunnar fyrr um daginn. Það tókst mjög vel, salurinn var skreyttur og stelpurnar lásu bænir, það var dansað, leikið leikrit og sönghópur söng nokkur lög. Stelpurnar eru svo jákvæðar og það er einstaklega skemmtilegt að vinna með þessum hópi.
Eftir kvöldvökuna var kvöldsnarl og siðan fóru þær upp í rúm sofa.
Það er bara einn dagur eftir í flokknum. Þetta hefur liðið mjög hratt og þetta hafa verið viðburðaríkir og ánægjulegir dagar. Það er öruggt mál að stelpurnar koma ánægðar heim að lokinni dvöl í Ölveri.

Ragnhildur Ásgeirsdóttir, forstöðukona