Hin árlega kaffisala í Ölveri sumarbúðum fer fram sunnudaginn 23. ágúst á milli kl. 14:00-17:00. Kaffisölurnar í Ölveri eru rómaðar fyrir vandað og gott kaffihlaðborð og verður engin breyting á þetta árið en tugir sjálfboðaliða leggjast á eitt að gera kaffisöluna sem glæsilegasta undir stjórn Súsönnu Steinþórsdóttur.
Hoppukastalar og candýflos verður í boði fyrir börnin og áhugasamir geta jafnframt keypt geisladisk með öllum Ölverslögunum. Ágóði kaffisölunnar mun renna óskiptur í Sveinusjóð sem safnar fyrir nýjum leikskála í Ölveri.
Allir eru hjartanlega velkomnir á kaffisöluna og njóta alls þess góða sem Ölver hefur uppá að bjóða.