Lokadagur Listaflokks í Ölveri stendur nú yfir en stúlkurnar hafa þegar farið á morgunstund og lært um mikilvægi þess að rækta þá hæfileika sem Guð gaf. Svo hefur verið hópastarf, frágangur, kjúklingur og salat, brennókeppni og nú eru stúlkurnar að borða bananabrauð, kornflexkökur og ávexti.
Eftir kaffi verður svo undirbúningur fyrir uppskeruhátíð sem hefst kl. 17:00 og stendur fram að kvöldmat. Gert er ráð fyrir að stúlkurnar leggi af stað úr Ölveri klukkan 20:30 og komi í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK kl. 21:30.
Nánari fréttir frá deginum og myndir koma að flokki loknum. Það hefur verið stórskemmtilegt að kynnast þessum lífsglöðu og hæfileikaríku stúlkum.