Tilboð í Krílaflokk í Ölveri einungis 12.000 krónur
Tilboð í krílaflokk fyrir 6-8 ára í Ölveri, þrír sólarhringar með rútu og öllu upphaldi einungis 12.000 krónur.
Ölver sumarbúðir bjóða nú tilboð fyrir stúlkur 6-8 ára í Krílaflokk daganna 28.- 31. júlí, en það stuttur flokkur sem stendur yfir í rúma þrjá sólarhringa. Forstöðukona er enginn önnur en Jóhanna Sesselja Erludóttir 31 árs sálfræðingur og æskulýðsfulltrúi í Grensáskirkju.
Í flokknum starfa einungis fyrsta flokk starfsstúlkur með mikla reynslu úr sumarbúða og barnastarfi. Á dagskránni er söngur og leiklist, útvist, kvöldvökur, léttir leikir, hollur og góður matur, fræðsla um kristna trú og góðu gildin og margt fleira sem hið fallega og barnvæna umhverfi Ölvers hefur uppá að bjóða.
Nánar um flokkinn:
9. flokkur sumarstarfsins í Ölveri, svokallaður Krílaflokkur, er frábrugðinn öðrum flokkum en þar fá stelpur á aldrinum 6-8 ára að spreyta sig í því að fara að heiman í nokkra daga í traustu og vernduðu umhverfi sumarbúðanna. Fleiri starfsmenn eru á hverja stúlku en aðeins 30 stúlkur geta verið í flokknum í umsjá 8 starfsmanna, auk yngri sjálfboðaliða sem liðka til. Góð reynsla hefur verið af Krílaflokk undanfarin ár og stelpurnar hafa skemmt sér konunglega og nær allar komið aftur í lengri flokka síðar.
9. flokkur er dagana 28.-31. júlí nk. og munu stelpurnar halda af stað í Ölver kl. 11 á brottfarardegi og koma til baka á hádegi þann 31. júlí. Því koma stelpurnar tímanlega heim fyrir verslunarmannahelgina. Skráning fer fram í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 5888899.