Nú er rétti tíminn til þess að sækja um starf í sumarstarfi KFUM og KFUK. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtaveg og einnig hér á heimasíðu félagsins með því að smella
HÉRNA.
Fátt er jafn gefandi og að starfa í kristlegum sumarbúðum sem búa yfir ríkri hefð og þar öðlast maður reynlsu sem maður býr að alla ævi.
Umsóknarfrestur er 20. febrúar 2010.
Eins og marga undanfarna áratugi fer sumarstarf KFUM og KFUK fram víða um land: Í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Ölveri, Kaldárseli og á Hólavatni. Einnig verða starfrækt leikajanámskeið í Reykjavík, Kópavogi og í Reykjanesbæ.