Í dag mánudaginn 1. mars verður Sveinbjörg Arnmundsdóttir (Sveina) heiðursfélagi í KFUM og KFUK borin til grafar í Fossvogskirkjugarði. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast Sveinu er bent á Sveinusjóð sem stofnaður var til uppbyggingar starfinu í Ölveri. Reikningur Sveinusjóðs er í banka 701-05-302000 og kt. 420369-6119.
Einnig er tekið við minningargjöfum fyrir þá sem vilja nota greiðslukort í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, 104 Reykjavík milli kl. 9:00-17:00 og í síma 588 8899.
Stjórn Ölvers minnist Sveinu og framlags hennar í tæp 70ár, allt frá stofnun sumarbúðanna, með djúpu þakklæti. Sveina var hamhleypa til verka, hún var ráðdeildarsöm og hagsýn, full hugsjónar fyrir æsku landsins. Hún starfaði hundruði dvalarflokka í Ölveri, sat í stjórn sumarbúðanna í tugi ára og bað heitt og innilega til lausnara síns fyrir framgangi sumarbúðanna og velferð allra þeirra sem þangað komu.
Sem virðingarvott og minningargjöf fyrir störf Sveinu ákvað stjórn Ölvers sumarbúða KFUM og KFUK á fundi sínum 25. febrúar síðastliðin að láta 100.000 krónur renna í Sveinusjóð.
Guð blessi minningu Sveinbjargar Arnmundsdóttur