Þriðjudagskvöldið 23. mars verður spennandi kvennakvöld boði á Holtavegi 28. Um er að ræða fyrsta léttkvöld KFUK -sem að þessu sinni verður styrktarkvöldverður fyrir Sveinusjóð Ölvers sumarbúða. Valinkunnir listamenn og matgæðingar munu reiða fram pottþétta dagskrá fyrir líkama, sál og anda, eins og sjá má hér að neðan
Húsið opnar kl. 18.45 og hefst borðhald kl. 19:00

Dagskrá:

Snorri Hallgrímsson leikur dinner tónlist á flygillinn

Erla Björg Káradóttir sópran syngur óperuaríur við undirleik Antoniu Hevesi
Þóra Björg Sigurðardóttir ein af starfstúlkum sumarsins sýnir dans ásamt Haraldi Erni Harðarsyni.

Helga Braga Jónsdóttir leikkona flytur gamanmál og rifjar upp dvöl sína sem
sumarbúðastúlka í Ölveri.
Anna Guðný Hallgrímsdóttir formaður Ölvers flytur stutt erindi um minningar
sínar úr Ölveri og kynni af Sveinbjörgu Arnmundsdóttur.

Sr. Guðni Már Harðarson flytur hugvekju

Matseðill:

Þríréttaður glæsikvöldverður eldaður af Eyþór Kristjánssyni matreiðslumanni
og Hafsteini Kjartanssyni kjötiðnaðarmanni.

Forréttur: Fiskipaté umvafið laxarós á brakandi fersku salatbeði.

Aðalréttur: Sinnepsgljáð og kryddhjúpað lambafilé með gljáðu rótargrænmeti
og jarðeplum.

Eftirréttur Súkkulaðikaka með ís, nýmalað kaffi og konfekt

Stjórn Ölvers þjónar til borðs og allir listamenn og matreiðslufólk gefa
vinnu sína.

Verð krónur 4000 krónur og rennur allur ágóði óskiptur í Sveinusjóð -til
styrktar uppbyggingu í Ölveri!
Skráning fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899 eða á netfanginu asta (hja) kfum.is