Ævintýraflokkarnir eru vinsælustu flokkarnir í sumarbúðunum og fyllast gjarnan fyrst. Ævintýraflokkarnir eru hugsaðir fyrir krakka sem hafa dvalist áður í sumarbúðunum. Þar eru að sjálfsögðu hinir ómissandi dagskrárliðir en auk þess er aldrei að vita upp á hverju foringjarnir taka í þessum flokkum. Vegna gríðarlegrar aðsóknar hefur verið ákveðið að bæta við ævintýraflokki í Ölveri dagana 10.-16. ágúst. Ekki missa af þessu.