Eftir góðan nætusvefn hófst Asíski þemadagurinn. Geisha og Samuræji dúkkuðu upp og kenndu stelpunum japanskan einbeitingarleik. Svo var hópnum skipti í þrennt en allir unnu þeir að því að búa til kínverskan dreka, með mismunandi hráefni. Einn hópurinn skreytti sína drekaklekki með kartöflustimplum, annar með flöskutöppum og hristum og sá þriðji með pappír. Svo var komið að hádegismat sem var fiskur í karrí með hrísgrjónum.
Þá héldum við á samverustund þar sem við kynntumst Karen þjóðflokknum sem býr við landamæri Myanmar og Tælands. Þó að lífshættir þeirra séu ólíkir okkar þá eru þau líka Kristinnar trúar. Útfrá því heyrðum við Skírnarskipunina í lok Matteusarguðspjalls. "Gerið allar þjóðir að lærisveinum…"
Í frjálsa tímanum var hægt að velja fantasíuförðun, þar sem sumar breyttust í geishur, aðrar í tígrisdýr og kerlingar, eða velja kökuskreytingar. Þar var skreytt drekaterta. Sumar voru þó að æfa stíft fyrir hæfileikakeppni kvöldsins.
Við borðuðum kaffi úti í rjómablíðu og drógum fram sólarvörnina því svo var farið í Karate úti í lautinni og í Bollywood dans við íþróttahúsið. Þannig erum við búnar að ferðast í gegnum hin ýmsu lönd Asíu og ekki hættar. Það eru núðlur með kjúklingi og grænmeti í kvöldmatinn og við ætlum að borða með prjónum. Svo er meiningin að dressa sig upp ef menn vilja og halda á kvöldvöku þar sem við fáum að njóta hinna fjölmörgu hæfileika stúlknanna.
Sólarkveðja úr Ölveri.