Við vöknuðum í björtu og fallegu veðri hér í Ölveri og stelpurnar stukku fram úr rúmunum og spurðu um dagskrá dagsins. Brennókepnin hófst formlega eftir biblíulestur og ljóst að jafnt er í liðum og spennandi keppni framundan.
Eftir gómsætan fisk í hádeginu var svo haldið í fjallgöngu. Þá komu nú nokkrir rigningardropar en áfram mjög hlýtt og enginn lét það á sig fá.
Flestar prófuðu svo pottaferð í blíðunni og höfðu mjög gaman að buslinu. Kvöldvakan var ekki heldur af verri endanum en stelpurnar í Hamraveri sem flestar eru saman í Melaskóla buðu upp á frumsamin skemmtiatriði! Fjörinu var þó ekki nærri lokið því foringjarnir komu öllum á óvart með því að klæða sig upp í búninga og efna til náttfataskemmtunar strax í kjölfarið. Þá var mikið dansað, sungið og fíflast en hópurinn svo sunginn í svefn af starfsfólki og þreyttar stelpur ekki lengi að sofna eftir viðburðaríkan dag.
Bestu kveðjur,
Björg Jónsdóttir forstöðukona