Dagurinn byrjaði sem fyrr á biblíulestri eftir morgunmat. Stelpurnar hlustuðu af athygli og fóru svo spenntar í brennó þar sem liðakeppnin hélt áfram. Eftir ljúffengan hádegismat var farið í ,,hermannaleik“ þar sem skipt var í tvö lið og eltu þær hverjar aðra um alla lóðina.
Áfram hefur veðrið leikið við okkur og eftir kaffi var farið í gönguferð niður að nærliggjandi á. Stelpurnar óðu og busluðu í ánni og var mikið hlegið!
Útiverunni var þó ekki lokið því kvöldmaturinn var svo borðaður úti þar sem sem stelpurnar grilluðu pylsur og fengu einnig að grilla sykurpúða í eftirrétt.
Fjallaver sá um skemmtiatriði á kvöldvökunni og vöktu mikla lukku. Hópurinn tekur vel undir í sögnum og voru fljótar að læra helstu ,,Ölverslögin“.
Að nýju sungu foringjarnir nokkur lög fyrir stelpurnar og flestar voru fljótar að sofna.
Bestu kveðjur úr Ölveri í kvöldroðanum,
Björg Jónsdóttir forstöðukona.