Dagurinn byrjaði á biblíulestri eftir morgunmat þar sem stelpurnar hlustuðu vel og bjuggu til kross með fingraförum sínum til að minna sig á að hver og ein er einstök. Þar á eftir var fyrsta umferð í brennókeppninni miklu og fóru leikar vel af stað. Eftir hádegismat var farið í hefðundna Ölversgöngu að Stóra-Steini sem er hér í grenndinni og fengu þær að príla upp á steininn.
Eftir kaffi var svo íþróttakeppni, sipp og stígvélaspark þar sem of stóru stígvéli er sparkað af sér eins langt og hægt er. Svo fengu þær sem vildu að fara í hoppukastalann á lóðinni í miklu fjöri. Á eftir var svo frjálst tími þar hægt var að fara í pottinn o.fl.
Eftir kvöldmat var að venju kvöldvaka og skemmtu stelpurnar hinum með leikritum og leikjum. Vel gekk að sofna eftir viðburðaríkan dag.

Ölverskveðjur,

Björg Jónsdóttir, forstöðukona.