Í dag vöknuðum við í sól og blíðviðri en sannarlega hafa skipst á skin og skúrir í orðsins fyllstu merkingu og komið mikil rigning inn á milli. Í morgun var biblíulestur og brennó eins og venja er en eftir hádegið var farið í ratleik. Keppt var í leiknum á milli herbergja og farið á níu stöðvar sem allar voru á lóðinni.
Eftir kaffi var svo vegna mikillar eftirspurnar keppt í víðavangshlaupi og í kjölfarið broskeppni. Mikil stemmning var í hópnum og greinilega miklar íþróttakonur í þessum hópi. Svo var frjáls tími, pottur, leikir og leikritagerð og var aftur komin sól og blíða seinni partinn.
Kvöldvakan var í lengra lagi og ýmsir leikir í boði. Ró var komin á um 23 og vel gekk að sofna.
Myndir frá deginum má sjá hér:
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=105652
Ölverskveðjur,
Björg Jónsdóttir, forstöðukona