4.flokki sumarsins lauk með pompi og prakt nú í kvöld. Dagurinn hófst með morgunverði, fánahyllingu og biblíulestri eins og venja er. Eftir biblíulesturinn tók svo foringjabrennóið við þar sem „Úranus“, sigurlið brennókeppninnar, keppti við foringjana. Foringjarnir sigruðu þann leik en ekki var allt búið enn því foringjar ákváðu að vera með sigurliðinu í liði og kepptu saman á móti restinni af stelpunum.
Eftir að stelpurnar höfðu gætt sér á pasta fóru þær allar inn í herbergin að pakka saman dótinu sínu. Um leið og þær kláruðu að pakka saman fóru þær í sturtu og/eða pottinn, klæddu sig í sparifötin og fengu fléttur í hárið.

Klukkan 15:00 var boðið upp á sætar bollur og rice krispies.
Kvöldmaturinn hófst fyrr en vanalega eða klukkan 17:30. Boðið var upp á dýrindis pizzur sem stelpurnar renndu niður með kóki og/eða djúsi. Kvöldinu lauk með kvöldvöku þar sem foringjarnir skemmtu sér og öðrum með skemmtilegum leikritum. Stelpurnar kvöddu okkur svo með bros á vör klukkan 20:30. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ölvers