Dagurinn í dag var mjög viðburðarríkur. Þær voru vaktar kl. 9 og fóru í morgunmat. Á biblíulestri lærðu þær um náungakærleikann og að Guð vill að við komum vel fram við hvort annað. Eftir lesturinn fórum þær í brennó fram að hádegismat. Í matinn var píta með öllu mögulegu. Þegar flautað var í lúðurinn fórum við í Draumaleik úti í sólinni. Stelpurnar áttu að leysa þrautir og finna draumastrákinn Nemo litla. Svo borðuðum við kaffi úti í sólinni. Eftir kaffi fórum við í íþróttakeppnir og leiki. Í kvöldmatinn fengum við kakósúpu, korn flakes og brauð. Kvöldvakan var heldur óvenjuleg því stelpurnar fóru í Ævintýraland, þar sem þær hittu ýmsar persónur úr Disney myndum. Stelpunum fannst það mjög gaman og mikil kátína var í hópnum eftir leikinn. En dagurinn var ekki búinn, því svo eftir kvöldkaffi vorum við kallaðar í Náttfatapartý og dönsuðum og dönsuðum og sungum hástöfum, fengum popp og heyrðum sögu. Þær sofa út í fyrramálið til 10 eftir þennan viðburðarríka dag.