Heimsókn í Vatnaskóg
Þær voru vaktar kl. 9.00 og fóru í morgunmat, þar eftir fóru þær í föt sem voru litrík því það var sumardagur í dag. Svo fóru þær á biblíulestur og lærðu um sköpun Guðs og hversu dýrmæt sköpun þær eru og búa allar yfir hæfileika. Svo fóru þær í brennó og í hádegismat fengu þær medister pylsu og kartöflumús. Svo var farið í óvissuferð. Það var byrjað að fara í sund á Hlöðum og svo í Vatnaskóg, við borðuðum kaffið okkar þar og sungum svo Ölvers-lag fyrir strákana sem við bjuggum til. Þeir tóku vel á móti okkur og buðu okkur að fara í vatnið á bátana. Stelpunum fannst það mjög skemmtilegt og spennandi. Svo stukku margar út í vatnið og bustluðu með strákunum. Þetta var frábær ferð og allir skemmtu sér konunglega. Við komum heim í kvöldmat og það var skyr og brauð í matinn. Á kvöldvöku var hæfileikakeppni, Ölver´s got talent. Það tóku margar þátt í keppninni og skemmtilegar dómarar mættu í heimsókn. Eftir kvöldvökuna fengum við kaffi og svo fórum við út að grilla sykurpúða á viðarkubbum og sungum nokkur vel valin falleg lög. Ró komin í Ölver 23.30.